Við heyrðum í dag að sést hefði til nokkura laxa í Hvolsá og Staðarhólsá – Veiði hefst í ánni núna á mánudaginn og verður spennandi að sjá hvernig tímabilið fer af stað.

Búið að er að laga lónið, en svuntan neðst í því skemmdist í flóði í fyrravetur. Nú ætti lónið að halda betur fiski.

Ýmsar lagfæringar hafa átt sér stað á veiðihúsinu, en þó sérstaklega sem snýr að baðherbergismálum. Það ætti ekki að væsa um veiðimenn í húsinu í sumar en það er eitt af þeim rúmbetri sem má finna í dag. Samtals 6 herbergi, góð setustofa, eldhús, grill og fleira.

Það eru örfá holl laus í sumar. Sjá hérna