Nú höfum við tekið í sölu nýtt veiðisvæði, Silungasvæði Miðfjarðarár í Miðfirði. Eins og flestir vita, þá er Miðfjarðará ein albesta Laxveiðiá landsins en laxasvæðið tekur við þar sem silungasvæðið endar. Allur lax sem er á leið uppí Miðfjarðará, fer um silungasvæðið.
Silungasvæði Miðfjarðarár er 3 km langt veiðisvæði sem nær frá veiðistað 117 Tjarnarhyl og niður að ósi Miðfjarðarár.
Veitt er með 3 dagsstöngum á svæðinu og eru þær seldar saman. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði
Veitt er með 3 dagsstöngum á svæðinu og eru þær seldar saman. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði
Ágætt veiðihús fylgir svæðinu með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Góð sturtuaðstaða er í húsinu
Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur, handklæði.
Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar einnig er grill við húsið
Veiðimenn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið og þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl.
Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá.
Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur, handklæði.
Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar einnig er grill við húsið
Veiðimenn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið og þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl.
Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá.
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Sleppiskylda er á laxi, 70 cm og stærri.