Minnivallalækur á engan sinn líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim. Staðsetning lækjarins á yngsta landsvæði landsins gerir það að verkum að þegar vatnið kemur upp á yfirborðið undan hrauninu er hitastig þess mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Við þessi skilyrði er skordýralíf í blóma og sökum þess hversu hægrennandi lækurinn er hentar hann urriða feykivel. 

Það er óvíða í heiminum sem veiðimenn eiga möguleika á að setja í tíu punda urriða í pínulitlar þurrflugur í stærðum 18 og jafnvel minni. Á hverju ári veiðast urriðar sem eru um og yfir 10 pund og fjöldi fiska á bilinu 4-8 pund. Stærsti urriðinn sumarið 2011 var 1 meter og viktaður 14 pund úr Stöðvarhyl! Vorið getur oft á tíðum verið stórkostlegt og fyrstu dagana eftir opnun 1. apríl er oft hægt að fá ævintýralega veiði á straumflugur og stærri púpur. Þegar líða tekur á vorið og snemmsumars kviknar á lífríki lækjarins fyrir alvöru og hlutverk veiðimanna fer að verða erfiðara, flugurnar minnka og þurrfluguveiðin byrjar. Um mitt sumar veiða menn á pínulitlar flugur og örgrönnum taumum, skríða um bakkana og kasta á fiska sem menn sjá vel í kristaltæru vatninu. Þegar hausta tekur stækka flugur á ný og fiskur fer aftur að verða árásargjarn. Oft lenda menn í ævintýrum í haustveiðinni í læknum. Minnivallalækur er sannarlega paradís urriðaveiðimannsins.

Júlli í Flugukofanum í Keflavík hefur valið fyrir okkur 23 flugur í sérstakt Minnivallalækjabox – Boxið er fullt af flugum sem urriðinn í læknum fúlsar sko ekki við. Auðvitað er ekki um tæmandi lista að ræða.


Hér að neðan er hægt að skoða boxið

Almennt verð fyrir boxið er kr. 6.300

Þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá boxið á kr. 5.500

KAUPA BOXIÐ

{gallery}minniv{/gallery}

KAUPA BOXIÐ