Þingvallavatn þarf vart að kynna fyrir sunnlenskum fluguveiðimönnum. Flestir veiðimenn fara í vatnið, stefna á að fara í vatnið að hugsa um að fara í vatnið, ár hvert. Flestir fara til að veiða bleikju en urriðinn hefur einnig dregið sífellt fleiri veiðimenn að vatninu. Líklega ganga flestir til veiða fyrir landi Þjóðgarðsins en einnig eru fleiri svæði sem veiðimenn sækja heim. Veiðin hefst 1. maí og stendur fram í september.

Þeir veiðimenn sem hafa veitt lengi í vatninu vita nákvæmlega hvaða flugur þeir vilja nota á hverjum tíma; alltaf sömu flugurnar sem fara fyrst undir og svo framvegis. Margir eiga sínar eigin flugur sem þeir nota aðallega við vatnið. Þó svo að misjafnar skoðanir eru á því hvenær best sé að veiða í vatninu innan sólarhringsins, þá þykir mörgum gott að mæta mjög snemma morguns að vatninu og veiða fram yfir hádegi. Aðrir vilja helst mæta undir kvöldmat og veiða  fram á nótt.

Sérviska veiðimanna er mikil en samt sækjum við nú flestir í þá sem vilja miðla af reynslu sinni í veiðinni; enda er það partur af þroskaferli hvers fluguveiðimanns. Við leituðum umsagna nokkurra sem er vanir í vatninu. Við settum saman lista yfir flugur sem eru góðar í vatninu. Boxið samanstendur af 20 góðum flugum, þar á meðal 3 flugum sem eru góðar í urriðann. Boxið inniheldur ekki tæmandi lista yfir góðar flugur, heldur er það góður grunnur að Þingvallavatnsboxi. 


Hér að neðan er hægt að skoða boxið – í því eru 20 flugur.

Almennt verð fyrir boxið er 4.800 kr.

Þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá boxið á 4.350 kr.

KAUPA BOXIÐ

[email protected]