Veiðitímabilið er hafið í Norðurá – veiðimenn tóku fyrstu köstin kl. 8 í morgun. Fínasta veður er við ána og gott vatn. Við heyrðum frá Nuno Alexandre og Jóni Þorsteinns sem voru á Stokkhylsbrotinu. Fyrsti laxinn tók hjá þeim kl. 8:05 og þegar við heyrðum í Nuno kl. 9 þá voru þeir búnir að landa 3 flottum löxum. Aldeilis frábær byrjun. Það verður spennandi að heyra frá öðrum svæðum við ána.

Það eru nokkrar stangir lausar í Norðurá síðar í júní, sjá hér.