Austurbakki Ölfusár við Selfoss
2ja stangar svæði. Vorveiðin er komin á vefinn.
Veiðisvæðið – Efri mörk svæðisins eru rétt fyrir neðan Sjúkrahúsið á Selfossi. Neðri mörkin við enda byggðarinnar, að sunnanverðu. Þar má sjá klett sem markar enda svæðisins. Aðal veiðisvæðið nær frá horni, sunnan við kirkjugarð Selfossbæjar, og um 600 metra neðar.
Svæðið er í landi jarðanna Selfoss I og Selfoss II
Svæðið hefur að sjaldan verið reynt að vori til, en kunnugir segja að á svæðinu séu góðir vorveiðistaðir fyrir birting og staðbundinn urriða. Svo má búast við laxi einnig, en farið varlega með allan fisk í vorveiðinni – sleppiskylda.
Veiðisvæði neðan Brúar er ægifagurt – Flottir strengir og fallegar breiður.
Veiðimenn verða að fara varlega í Ölfusá, eins og öllum öðrum vatnsföllum. Ekki skal vaða út, nema rétt í flæðarmálið í grunnu vatni í Ölfusá.
Seldar eru 2 stangir, saman í pakka – 1 heilan dag í senn. Greitt er fyrir 2 stangir sem veiða neðan við brú, en veiða má á stöng nr 3 ofan brúar – en ATH. ekki má vaða útí ána ofan brúar.
Verð á stangardag er frá kr. 7.500.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				