Veiði hófst í Norðurá að morgni 4. júní. Ágætlega viðraði á veiðimenn í upphafi dags þó að áin hafi verið köld, en fljótlega fór að blása og kólna hratt og hryssingslegt var þar til opnunarhópurinn lauk veiðum að kvöldi 5. júní. Hitastigið fór niður í um °1 þegar kaldast var. Niðurstaða þessarar 2ja daga var samt góð – 22 flottir laxar sem veiddust víðsvegar um ána.  Margir þeirra voru lúsugir.

Ekki tóka langan tíma að setja í fyrsta laxinn – hann var kominn á land rétt um 10 mínútum eftir fyrsta kastið. Helgi Björnsson og eiginkona hans Vilborg voru þeir gestir sem formlega opnuðu ána. Helgi missti tvo laxa áður en Vilborg Halldórsdóttir landaði Maríulaxinum 74 cm silfurgljáandi hrygnu. Í lok vaktarinnar landaði Helgi líka laxi 75 cm. Alls komu 7 laxar á land fyrir hádegi. Opnunardagurinn gaf 10 laxa.

Í gær 5. júní fengust síðan 12 laxar – 8 laxar fengust á stuttri morgunvakt, en veiðimenn hófu veiðar um kl. 10, eftir kalda nótt við ána. Síðari vaktin gaf 4 laxa.

Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála við Norðurá næstu daga. Miðað við að rúmlega helmingur laxana sem veiddust voru lúsugir, þá er fínar göngur að skila sér uppí ána núna, en um helgina er stórstreymi.

Mynd: Hákon Már Orvarsson með 80 cm Hrygnu úr Myrkhylsrennu, að morgni opnunardagsins, 4. júní