Við höfum tekið í sölu hér á vefnum nokkra lausa daga í Setbergsá – Sjá hér.
Setbergsá er alls 14 kílómetra löng dragá á Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi, þar af veiðisvæði um 8 km. Neðri hluti árinnar, frá Setbergsfossi og niður að ármótum við Stóra Langadalsá fellur um gljúfur sem heldur fiski í djúpum holum með klapparbotni.
Vegur liggur með allri ánni fær öllum bílum en stundum þarf að ganga aðeins að ánni. Á fjórhjóladrifsbíl er hægt að keyra árbakkana að stórum hluta á efri hluta árinnar. 30 merktir veiðistaðir.
Veitt er með 2 stöngum að hámarki og eru þær seldar saman í pakka – heilir dagar, frá morgni til kvölds.
Veiðitímabil: 14. júlí – 29. ágúst.
Leyfilegt agn og veiðireglur: Fluga og öllum laxi skal sleppt.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				