Svartá í Húnavatnssýslu, í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa. Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðinn Gullkistu en þar rétt fyrir ofan er Ármót sem hefur verið aflahæsti veiðistaðurinn í Svartá ár eftir ár. Þar ræður reyndar vatnshæð Blöndu mestu um. Efsti veiðistaðurinn á Laxasvæðinu er Teigakot.
Veitt er með 3-4 stöngum í Svartá og fluga er leyfilegt agn. Þegar bókað er, þá er greitt fyrir 3 stangir en það má veiða á 4 stangir. Gott sjálfsmennsku hús er við Svartá.
Hérna má sjá einu lausu hollin í Svartá í sumar – sjá hér.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				