Búið er að opna fyrir sölu veiðileyfa í Svartá í Skagafirði fyrir komandi veiðisumar.
Svartá er mjög góð 4ra stanga urriðaá en veiðisvæðið er rétt um 20 km langt. Eina leyfilega agnið er Fluga. Síðustu ár hefur verið markvisst unnið að uppbygging Svartár og liður í þeirri uppbyggingu hefur verið að öllum urriða sem veiðist er sleppt aftur. Urriðanum hefur fjölgað mikið í Svartá en áin hefur samt fyrst og fremst verið vinsæl vegna stærðar urriðans í ánni. Árlega veiðast fiskar um og yfir 70 cm langir og einnig talsverður fjöldi á bilinu 50-65cm langir.
Ekkert veiðihús er við Svartá en á bökkum árinnar má finna nokkur góð gistihús sem taka vel á móti veiðimönnum.
Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá ánni, frá síðustu sumrum.