Verð fyrir 2 stangir í heilan dag.

Ath. Greitt er fyrir 2 stangir, en veiða má á 3 stangir.

Stangardagurinn á kr. 12.000

 

Veiðileyfi í Sog Bíldsfell silungsveiði að vori

Veiðitímabilið er 10. maí til 10. júní

Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds.

Greitt er fyrir 2 stangir, en veiða má á 3 stangir

Veiðitími: Veidd er ein samfelld vakt frá klukkan 8-20 án hlés.

Leyfilegt agn: Fluga eingöngu

Veiðireglur: Veiða og sleppa eingöngu bæði á silungi og laxi.

Veiðisvæðið: Veiðisvæði Bíldsfells og Torfastaða liggja saman á Vesturbakka árinnar. Veiða má frá veiðimörkum við útfallið úr virkjunni, að ofanverðu og niður að Torfastaðasvæðinu.

ATH. Öll veiði á Bíldsfellsbreiðunni og Görðunum er undanskilin í vorveiðinni – veiða má frá Bakka á þessu svæðum, en ALLS EKKI VAÐA ÚT Á BREIÐUNA – hún er eitt aðal hrigningarsvæði laxins í Soginu
´
Veiðihús: Þegar stakir dagar eru seldir, þá fylgir ekkert hús. Hægt er að bóka húsið í Alviðru – hafið samband

Veiðin: Bíldsfellssvæðið geymir mikið af bleikju sem oft er mjög væn. Einnig má vænta þess að hitta á sjóbirting og staðbundinn urriða á svæðinu.