Bíldsfell, Laxveiði
Hollið 18-20. sept. 2 dagar.
3 stangir seldar saman í pakka.
Stangardagurinn á kr. 54.900
Hús innifalið, – uppábúið og þrif.
Laxveiði á Bíldsfellssvæðinu í Soginu
Veiðisvæðið við Sog Bíldsfell er vesturbakki Sogsins frá útfallinu fyrir neðan Írafossstöðina og niður að Tunguánni þar sem veiði fyrir landi Torfastaða hefst.
Fjöldi stanga: Veitt er með 3 stöngum á svæðinu og eru þær yfirleitt seldar allar saman. Seldir eru 2-3 dagar í senn.
Veiðihús: Gott veiðihús er í Bíldsfellinu sem var stækkað vorið 2022. Uppábúið og þrif innifalin
Laxveiði: Veiðin í Soginu hefur verið á uppleið síðustu örfá ár, og er það efalaust ekki síst að þakka áherslu á fækkun neta í Ölfusá.
Veiðisvæðið: Fjölbreytt og skemmtilegt svæði með fjölda merktra veiðistaða. Gott fyrir bæði Tvíhendur og einhendur.
Leiðsögumaður: Við mælum með að þeir sem eru lítt kunnugir Soginu, nýti sér þjónustu Leiðsögumanna. Þekking og reynsla þeirra geta komið að góðum notum í vatnsmikilli Á eins og Soginu.
Silungsveiði: Mikil og góð bleikjuveiði er víða að finna og algengt að setja í 4-5 punda bleikjur.
Athugið, eingöngu er leyfð fluguveiði á Alviðru og Bíldsfellssvæðinu. Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sleppa öllum laxi, til að styðja við uppbyggingarstarf í Soginu, en heimilt er að taka 1 hæng 68 cm, kjósi menn að gera það.