Holl

3 stangir í 2 daga, 7-9. sept

Hád – hád

Stangardagurinn á kr. 49.000

 

Veiðsvæðið Brennan er við ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Sá fiskur sem er á leið í Þverá fer þarna um. Í Brennunni hafa veiðimenn mest veitt í vatnaskilunum þar sem árnar mætast. Veitt er á 3 stangir í Brennunni mest allt tímabilið og leyfilegt er að veiða á flugu allt tímabilið en í ágúst og september er einnig leyfilegt að veiða á spún.  Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu. Framan af sumri er laxinn aðal uppistaðan í veiðinni en þegar kemur undir lok júlí, þá fer sjóbirtingur að ganga að krafti upp í árnar.

2 rúmgóð veiðihús standa veiðimönnum til boða sem veiða Brennu í Borgarfirði. Veiðihúsin voru tekin rækilega í gegn veturinn 2017/18 og nú fylgja uppábúin rúm fyrir veiðimenn og þrifið er eftir hvert holl. Húsgjald, kr. 60.000, er innifalið í verðinu.

Þegar komið er inní sjóbirtingstímann, frá 13.sept, þá breytist veiðisvæðið og stöngum fjölgar. Veiðisvæðið er þá Brennan og einnig neðri hluti Þverár, fyrir neðan Kaðalstaðahylinn. Veiða má á allt að 5 stangir en þegar bókað er, þá þarf eingöngu að greiða fyrir 4 stangir.

Ef spurningar vakna, sendið póst á [email protected]