Veiðileyfi í Hólaá, Útey.
Hólaá rennur úr Laugarvatni og niður í Apavatn, og þaðan niður í Brúará. Áin er nokkuð vatnsmikil og hún er mjög góð veiðiá, ekki síst efsti hlutinn – Úteyjarsvæðið. Bleikja er ráðandi í ánni á sumrin en urriðinn er sterkur á vorin og haustin.
ÚTEYJARSVÆÐIÐ
Þegar bókuð eru leyfi á Úteyjarsvæðið, þá fylgir leyfi í hluta af Laugarvatni.
Leyfilegt Agn:
Áin, Fluga er eina leyfilega agnið í Júní-Júlí-Ágúst. Á vorin og í September er einnig leyfilegt að veiða á spún.
Vatnið, Fluga+spúnn+maðkur leyfður allt tímabilið.
Veiðitímabilið: 1. apríl – 24. sept
Fjöldi Stanga: Leyfðar eru 8 stangir á svæðinu og eru þær seldar hér á vefnum.
Ekki er reiknað með að veiðimenn deili stöng. 1 leyfi = 1 veiðimaður.
Veiðireglur: Veiðimenn eru hvattir til að hirða fisk í hófi á veiðisvæðinu – þess utan er 4 bleikju kvóti í ánni í júní, júlí og ágúst. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum fiski í ánni á vorin.
Ath – Fyrst á vorin getur aðgengi verið eilítið erfitt. Þarf þá mögulega að ganga frá bænum og niður að vatni/ánni – en reynt verður að laga það fyrir komandi tímabil.
MIKILVÆGT ER AÐ SENDA VEIÐISKÝRSLU Á [email protected] EFTIR HVERN DAG
Veiðitími er frá 8 – 21