Veiðileyfi í Hólaá, Útey.

Hólaá rennur úr Laugarvatni og niður í Apavatn, og þaðan niður í Brúará. Áin er nokkuð vatnsmikil og hún er frábær veiðiá. Bleikja er ráðandi í ánni á sumrin en urriðinn er sterkur á vorin og haustin.

Þegar bókuð eru leyfi á Úteyjarsvæðinu í Hólaá, fylgir leyfi í hluta Laugarvatns að auki.

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Flugan er sérstaklega sterk þegar egnt er fyrir bleikjuna í Hólaá.

Þegar mætt er til veiða skal fyrst koma við á bænum Útey, til að fá númer að hliði sem þarf að fara um til komast niður að vatninu og ánni. Mikilvægt er að skila inn veiðitölum að veiðinni lokinni.

Veiðitími er frá 8 – 22