Holl
Hvannadalsá, 2 stangir í 2 daga 7 – 9. sept 2025
Hád-hád
Stangardagurinn kr. 44.900
Hvannadalsá er falleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp með fjölbreytt úrval veiðistaða. Hún rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd. Áin er um 260 km frá Reykjavik. Hvannadalsá er ein 3ja laxveiðiáa við Ísafjarðarðardjúp og er oft kölluð perlan í Djúpinu. Hún er systurá Langadalsár, enda hafa þær sameiginlegan Ós. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Veiðisvæðið er um 7 km langt.
Staðsetning: Ísafjarðardjúp, um 260 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Geysifallegt. Hvannadalsá öll að Stekkjarfossi. Bleikjuveiði getur verið mjög góð á ósasvæðinu.
Stangarfjöldi: 2 stangir. (áður var Veitt á 3 stangir, góða hluta tímabils)
Tímabil: 1. júlí til 25. september.
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 en eftir 15. ágúst er Veitt frá 15-21 á seinni vaktinni.
Leyfilegt agn: Fluga og sleppa skal öllum laxi.
Veiðitæki: Einhendur, #7-9.
Veiðitölur: Áin sveiflast nokkuð í veiði en meðaltal síðustu 15 ára er um 160 laxar árlega. Bleikjuveiðin er ótalin, en hún getur verið mjög góð.
Staðhættir og aðgengi: Til að komast að efstu veiðistöðum þá þarf að ganga nokkuð.
Veiðihús: Nýtt og glæsilegt hús var byggt sumarið 2021 og var það tekið í gagnið í ágúst sama ár. Eitt flottasta sjálfsmennsku veiðihús landsins. 4 herbergi, góð setustofa, vel útbúið eldhús, grill, pallur osfrv. Sumarið 2025 þarf hvert holl að greiða kr. 40.000 í húsgjald. Innifalið eru þrif. Hægt er að fá húsið afhent með uppábúnum rúmum og þá er heildarverðið kr. 60.000. Vinsamlega látið vita fyrirfram ef óskað er eftir uppábúnu. Ath. sér reikningur er sendur fyrir húsgjaldinu. Hvannadalsa – Kort