Hvannadalsá

160.000kr180.000kr

Ekki til á lager

Hvannadalsá er falleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp með fjölbreytt úrval veiðistaða. Hún rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd. Áin er um 260 km frá Reykjavik.  Hvannadalsá er ein 3ja laxveiðiáa við Ísafjarðarðardjúp og er oft kölluð perlan í Djúpinu. Hún er systurá Langadalsár, enda hafa þær sameiginlegan Ós.  Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá.  Veiðisvæðið er um 7 km langt.

Breyting fyrir sumarið 2019: Nýjir leigutakar Langadalsár og Hvannadalsár selja árnar 2 saman í róteringu góðan hluta sumarsins, en hluta tímabilsins er hægt að bóka Hvannadalsá sér og þá eru 2 stangir seldar saman í pakka í 2 -3 daga. Ef óskað er eftir að bóka Langadalsá og Hvanndalsá, saman. Sendið þá á okkur tölvupóst.

Staðsetning: Ísafjarðardjúp, um 260 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði: Geysifallegt. Hvannadalsá öll að Stekkjarfossi. Bleikjuveiði getur verið mjög góð á ósasvæðinu.

Stangarfjöldi: 2 stangir. (áður var Veitt á 3 stangir, góða hluta tímabils)

Tímabil: 20. júní til 25. september.

Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 en eftir 15. ágúst er Veitt frá 15-21 á seinni vaktinni.

Leyfilegt agn: Fluga og sleppa skal öllum laxi.

Veiðitæki: Einhendur, #7-9.

Veiðitölur: Áin sveiflast nokkuð í veiði en meðaltal síðustu 15 ára er um 160 laxar árlega. Bleikjuveiðin er ótalin, en hún getur verið mjög góð.

Staðhættir og aðgengi: Til að komast að efstu veiðistöðum þá þarf að ganga nokkuð.

Veiðihús: Húsið er fremur lítið, með 4 herbergjum sem í eru efri og neðri koja. Húsið er komið nokkuð til ára sinna en þar er notalegt að vera. Veiðimenn koma sjálfir með sængurföt eða svefnpoka og heimilt er að koma í hús, 1 klst fyrir veiðitíma og hús skal rýmt, eigi síðar en 45 m eftir að veiðitíma lýkur. Veiðimenn þrífahús sjálfir og skila því jafngóðu, eða í betra formi en þegar þeir tóku við því.

Hér að neðan fá finna laus holl í Hvannadalsá sumarið 2019

Vörunúmer: HV Flokkar: , ,