Hvítá í Árnessýslu er vanmetin veiðiá en um hana fer gríðarlegur fjöldi fiska ár hvert, bæði lax, sjóbirtingur og bleikja. Hvítá er með sjálfstæðan sterkan laxastofn, en einnig fer um ána lax sem er á leið uppí aðrar ár sem eru hluti af vatnakerfinu – ár eins og Tungufljót, Stóru Laxá, Brúará og Dalsá. Margir þekktir laxveiðistaðir eru í Hvítá og einnig aðrir minna þekktir, en ekki síður góðir.

Skálholtssvæðið í Hvítá er steinsnar fyrir neðan Hvítárbrú við Iðu. Svæðið kom fyrst í almenna sölu 2020 á vegum Skálholtsstaðar en hefur verið í útleigu ábúenda í áratugi. Margir fallegir veiðistaðir eru á þessu svæði og sumir þekktir frá fyrri öldum.

Svæðið í landi Skálholts nær frá ósi Undapolls við svokallað Torfholt, sem er nokkru neðan við Hvítárbrú við Laugarás, og niður alla Skálholtstungu, um 4-5 km niður að ármótum við Brúará. Veitt er með 2 stöngum á þessu svæði og eru þær stangir seldar saman í pakka – stakir dagar, veitt frá morgni til kvölds með hefðbundinni hvíld um miðjan dag.

Í Skálholtsbúðum er hægt að leigja sumarhús með heitum pottum og heima í Skálholtsskóla er gisting og veitingastaður sem er opinn yfir daginn og eftir pöntun.

Nokkir fallegir og álitlegir veiðistaðir eru á svæðinu en á meðan byggð er upp veiðireynsla og skráning í veiðidagbók er verði veiðileyfa haldið í lágmarki. Stangardagurinn í sumar er frá kr. 14.000 – 18.000. Einnig er boðið uppá vorveiði, fram til 9. júní. Stangardagurinn á þeim tíma er á kr. 7.500. Aðgengi að veiðistöðum hefur verið bætt á síðasta ári en nauðsynlegt er að vera á jeppa eða jepplingi til að geta ekið að ánni. Allur ágóði af veiði rennur til uppbyggingar og merkinga vegaslóða og veiðistaða og til uppbyggingar í Skálholti.

Leiðarlýsing:

Ekið er af Skálholtsvegi (31) að Skálholti en þaðan til hægri inná veg sem merktur er Skálholtsbúðir. Farið er beinan veg í sugður um hlið ofan við Búðirnar og ekið þaðan eftir vegaslóða, Skólavegi, til að komast í Skálholtstunguna. Við hliðið á Skólavegi er póstkassi með veiðidagbókum og veiðikorti af svæði Hvítár og Brúarár í Skálholti. Skólavegur er ekinn suður og farið til hægri í átt að Þorlákshver við Brúará. Skömmu áður en komið er niður að Hitaveitu Skálholts í Þorlákshver (lítill kofi) er ekinn vegaslóði til vinstri, merktur Skálholtstunga, niður fyrir Bolhaus. Þaðan liggur leiðin yfir grunnt lækjarvað og þaðr strax í austur þvert yfir Tunguna. Nær Hvítá skiptist vegaslóðinn. Til að komast á þekktasta veiðisvæðið er farið til vinstri og lítillega upp með árkambinum og þaðan niður á eyrar Hvítár. Hvítá við Skálholtð er við akstri um eyrarnar enda víða aurbleyta. Þar uppaf er veiðistaðurinn Stekkatún og þar má finna volgar uppstrettur í árborðinu. Í Stekkatúnsholtinu eru minjar um búsetu og hefur áin verið nýtt af búendum í Stekkatúni um aldir bæði til uppskipunar og veiða. Það á einnig við um svokallað Torfholt sem er þar ofar í 15 – 20 mín göngufæri. Þar í Torfholti eru minjar um forna veiðistöð Skálholts samkvæmt nýlegri skýrslu um fornminjar í þessum helga og sögufræga höfuðstað Íslands um aldir.

Ef ekki er farið að Stekkatúni liggur gróinn vegaslóði suður alla Tunguna um 4 km leið allt suður á Músanesi. Hægt er að ganga að ánni hvar sem er á leiðinni og alveg að ármótum Brúarár en svæði Skálholts nær þó ekki um sjálf ármótin eða við hólma sem er þar, Hjarðarneshólma. Veiðimönnum er ráðið frá því að aka af vegaslóðanum niður á eyrarnar en Hvítáreyrar geta víða verið blautar og Hvítá við Skálholtsamar fyrir ökutæki enda flæða þær oftar en bara á vorin.

Frekari upplýsingar um leiðir að ánni er veitt í Skálholtsskóla í síma 486 8870 og þar er einnig hægt að fá upplýsingar um gistingu og veitingar í Skálholti og Skálholtsbúðum. Einnig má fá leiðsögn og aðstoð hjá Kristjáni Björnssyni í síma 856 1592.

Veiðitímabil: Vorveiði frá 1. apríl – 10. júní. Laxatími frá 24. júní – 24. september

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn

Fjöldi stanga: 2 stangir, seldar saman. Verðið að neðan er fyrir 2 stangir.

Aðgengi: Gott aðgengi, en nauðsynlegt er að vera á Jeppa eða Jepplingi til að komast að eða nálægt ánni.

Hér er kort af svæðinu: Veiðikort Hvítá og Brúará nýtt