Verð fyrir 2 stangir í Heilan dag, 24. júlí í Laxá í gamla Skefilsstaðahreppi
Engin gisting fylgir.
Fluguveiði
Laxá í Skefilstaðahreppi (Laxá á Skaga eða Laxa í Laxárdal) er dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum.
Veitt er um 50 daga á sumri og hámarksveiði á dag er 5 laxar á stöng en einungis má halda eftir 1 hæng, undir 70 cm löngum.
Bændur sem eiga veiðirétt að ánni skipta veiðidögunum á milli sín. Seldar eru 2 stangir dag hvern og eru þær seldar saman í pakka í flestum tilfellum.
Laxá er skipt í 2 veiðisvæði og skipta stangirnar um svæði á miðjum degi. Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds. Einungis er veitt á flugu í ánni.