Laxá í Skefilstaðahreppi (Laxá á Skaga eða Laxa í Laxárdal) er dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veitt er um 50 daga á sumri og hámarksveiði á dag er 5 laxar á stöng en einungis má halda eftir 1 hæng, undir 70 cm löngum.

Bændur sem eiga veiðirétt að ánni skipta veiðidögunum á milli sín. Seldar eru 2 stangir dag hvern og eru þær seldar saman í pakka í flestum tilfellum.

Ekkert veiðihús er við ána.

Laxá er skipt í 2 veiðisvæði og skipta stangirnar um svæði á miðjum degi. Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds. Einingis er veitt á flugu í ánni.

Svæði 1 (Neðra svæði): Frá ósi við Sævarland að brú við Skíðastaði.

Svæði 2 (Efra svæði): Frá brú við Skíðastaði að Háafossi.

Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni, ein á svæði 1 og ein á svæði 2.
Stranglega er bannað að hafa nema eina stöng í veiði samtímis á sama svæði.
Ef tveir eða fleiri eru saman um stöng, skulu þeir vera saman á veiðistað.

ImageVaraVerðStaðaStaðsetningTímabilAðgerðhf:categorieshf:tags
Laxá Laxveiði
Laxá í Laxárdal, 2 stangir í heilan dag, 24 júlí80.000kr

Ekki á lager

, , , Skoðalaxa-i-laxardal-i-skefilsstadahreppi laxveidi nordurland veidileyfijuli

Title

Go to Top