Stakur dagur
Hollið 7-9. maí. 4 stangir í 2 daga, hád – hád
Stangardagurinn á kr. 30.000
Veiðitími, max 12 tímar á sólarhring, á milli 7 og 22.
Veiðihús fylgir með
Minnivallalækur á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim.
Staðsetning lækjarins á yngsta landsvæði landsins gerir það að verkum að þegar vatnið kemur upp á yfirborðið undan hrauninu er hitastig þess mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Við þessi skilyrði er skordýralíf í blóma og sökum þess hversu hægrennandi lækurinn er hentar hann urriða feykivel.
Að hámarki veiða 4 stangir í Minnivallalæk, og venjulega eru þær allar seldar saman.
Fluga er eina leyfilega agnið og skal sleppa öllum veiddum fiski.
Gott veiðihús er við Minnivallalæk og fylgir það leyfunum að öllu jöfnu.
Veiðitími – Max 12 tímar á dag.