Minnivallalækur á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim. Staðsetning lækjarins á yngsta landsvæði landsins gerir það að verkum að þegar vatnið kemur upp á yfirborðið undan hrauninu er hitastig þess mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Við þessi skilyrði er skordýralíf í blóma og sökum þess hversu hægrennandi lækurinn er hentar hann urriða feykivel.

Veitt er með 4 stöngum að hámarki í Minnivallalæk og er fluga eina leyfilega agnið. Veiðimenn eiga þann kost að nýta veiðihúsið við lækinn, þegar veitt er.

Hér á vefnum má finna nokkur laus holl í vor