Stakur dagur – 4 stangir saman í pakka
Stangardagurinn á kr. 20.000
Skógá undir Eyjafjöllum er 4ra stanga lax og silungsveiðiá. Veiðin, árin á undan gosinu, var mjög góð og stundum hreint út sagt frábær en árin 2010-2012 var áin í lægð.
Skógá byggir á seiðasleppingum. Að öllu jöfnu er 25-35þ seiðum sleppt.
Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 1.537 laxar og um 500 bleikjur komu á land.
Almennar upplýsingar
Fjarðlægð: Um 150 km frá Reykjavík, ca. mitt á milli Víkur og Hvolsvallar.
Agn: Fluga og maðkur
Veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds, max 12 klst.
Fjöldi stanga: 4 – yfirleitt seldar saman í pakk
Veiðihús: Veiðihús er á svæðinu – það fylgir ekki með í verði leyfana á þessum degi. Hægt er að bóka húsið sérstaklega.
Veiðisvæðið: Svæðið sem veitt er á samanstendur af um 7 kílómetra kafla Skógár, 2km kafla Kvernu og 1,5 km kafla Dalsár. Svæðið er afar fjölskylduvænt og gott aðgengi er að hyljum.
Kvóti er 2 laxar á stöng á dag.