Alviðra – Sogið – Laxveiði
Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs fyrir landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund.
Tímabil: 20. júní – 20. september
Veiðileyfi: stakir dagar.
Daglegur veiðitími: Frá kl. 7 – 13 og 16-22. Frá 10. ágúst þá er seinni vaktin frá 15-21
Fjöldi stanga: 2 stangir, seldar stakar eða saman í pakka.
Leyfilegt agn: Fluga
Veiðireglur: Athugið, eingöngu er leyfð fluguveiði. Veiðimenn skulu sleppa öllum laxi.
Veiðihús: Gott veiðihús stendur veiðimönnum sem bóka 2 eða fleiri daga til boða en húsið stendur rétt fyrir ofan vegamót Torfastaðavegar áður en komið er að brúnni við Þrastalund. Bóka þarf húsið sérstaklega.
Rúmgott hús – 3 svefnherbergi – stofa – eldhús – baðherbergi. Rafmagn og heitt vatn. ATH. Húsgjald, kr. 40.000 er innheimt sérstaklega. Sængur og koddar á staðnum. Hægt er að kaupa uppábúið og þrif.
Hús fylgir ekki með stökum dögum. Bóka þarf húsið sérstaklega.
Sogið er vatnsmikil Á og eru veiðimenn hvattir til að fara með gát og nota björgunarvesti við veiðar. Vesti eru uppí útihúsinu við Alviðru húsið.
Alviðra er uppáhald margra þeirra sem veiða reglulega í Soginu – svæðið er ægifagurt og þekkt fyrir stórlaxa sem hafa veiðst hafa í gegnum tíðina. Svæðið geymir þekkta veiðistaði eins og Kúagil og Ölduna.
| Image | Vara | Verð | Staða | Staðsetning | Tímabil | Aðgerð | hf:tax:product_cat | hf:tax:product_tag |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Sog - Alviðra - Lax - 24. sept - Heill dagur. Greitt fyrir 2 stangir, veiða má á 3 stangir | 52.800kr. | 1 á lager | Alviðra, Sog – Lax, Laxveiði, Sogið, Veiðileyfi | Sept | Skoða | sog-alvidra-lax laxveidi sogid veidileyfi | sept |
