Verð fyrir 2 stangir í heilan dag
Stangardagurinn á kr. 12.000
Torfastaða svæðið í Soginu er svæði sem ekki hefur mikið farið fyrir í gegnum árin, þó menn hafi vitað af mjög góðri veiði, bæði á silungi og laxi. Torfastaðir eru á milli Alviðrusvæðisins og Bíldfellsins, á vesturbakka Sogsins. Svæðið nær frá ósum Tunguár, og niður að Álftavatni.
Veitt er á 2 stangir á svæðinu, sem er rétt um 1,5 km langt. Gott aðgengi er að flestum stöðum en einnig auðvelt að “skanna” það á tveimur jafn fljótum.
Ekkert veiðihús er á svæðinu.
Mikilvægt er að senda veiðiskýrslu á [email protected] eftir veiðidag.
Fluga er eina leyfilega agnið á svæðinu, eins og allstaðar í Soginu sjálfu. Öllum laxi skal sleppt aftur og sama gildir um bleikjuna.
Níu merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Einhendur duga ágætlega til að veiða þessa staði, en þó geta tvíhendur komið að góðum notum.
Vorveiðin og snemmsumarsveiðin er oft mjög góð á Torfastaðasvæðinu. Bleikjan er ráðandi á þeim tíma, en einnig veiðast urriðar og sjóbirtingar fyrst á vorin.
Bleikjuveiði á Torfastaðasvæðinu er oft mikil og góð bleikjurnar geta verið mjög vænar, alveg eins og annarstaðar í Soginu