Veiðsvæðið Brennan er við ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Sá fiskur sem er á leið í Þverá fer þarna um. Í Brennunni hafa veiðimenn mest veitt í vatnaskilunum þar sem árnar mætast. Veitt er á 3 stangir í Brennunni mest allt tímabilið og leyfilegt er að veiða á flugu allt tímabilið en í ágúst og september er einnig leyfilegt að veiða á spún.  Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu. Framan af sumri er laxinn aðal uppistaðan í veiðinni en þegar kemur undir lok júlí, þá fer sjóbirtingur að ganga að krafti upp í árnar.

2 rúmgóð veiðihús standa veiðimönnum til boða sem veiða Brennu í Borgarfirði. Veiðihúsin voru tekin rækilega í gegn veturinn 2017/18 og nú fylgja uppábúin rúm fyrir veiðimenn og þrifið er eftir hvert holl. Húsgjald, kr. 35.000, er innheimt sérstaklega með hverju holli, sendu er sér reikningur.

Þegar komið er inní sjóbirtingstímann, frá 11.sept, þá breytist veiðisvæðið og stöngum fjölgar. Veiðisvæðið er þá Brennan og einnig neðri hluti Þverár, fyrir neðan Kaðalstaðahylinn. Veiða má á allt að 5 stangir en þegar bókað er, þá þarf eingöngu að greiða fyrir 4 stangir.