Enn eru veiðimenn að berjast við síðustu leyfar vetrarins – Á öllu landinu er kalt, snjór á norður og austurlandi en að mestu autt á suðurlandi – hiti uppí ca. 5 gráður á daginn en niður í mínus 20 á nóttinni. Ekkert minnir s.s. á sumarið, nema kannski myndir af flottum fiskum sem renna yfir samfélagsmiðla. Þeir veiðimenn sem harka af sér og klæða af sér kuldann, þeir hafa margir hverjir verið að uppskera vel. Við heyrðum frá veiðimönnum sem voru við veiðar á Spóastaðasvæðinu í Brúará í gær og öðrum sem kíktu í Hvítá við Skálholt, í rokinu.

Przemek Madej og félagi hans kíktu á Spóastaðasvæðið í gær – þeir voru að koma þangað í fyrsta skipti. Þeir voru með upplýsingar um helstu staði, hvar mesta veiðivonin væri en þeir áttu örugglega ekki von á þeim degi sem þeir fengu í gær. Þeir byrjuðu niðri á Breiðabakka, notuðu bæði straumflugur og Squirmy púpu orminn – báðir eru góðir veiðimenn – Eftir um 2ja tíma veiði þá voru þeir búnir að taka myndir af 3 sjóbirtingum og setja í fleiri – eftir að fór að hægt á, þá færðu þeir sig uppað og uppfyrir Brú. Þar hélt veislan áfram og tekna voru myndir af 2 birtingum til viðbótar. Flott veiði á fyrsta degi þeirra í Brúará. Við heyrðum jafnframt af öðrum veiðimönnum sem kíktu á Spóastaði á laugardaginn. Þeir lönduðu 6 bleikjum og misstu 2.

Við heyrðu sem einnig í einum veiðimanni sem kíkti á Skálholtssvæði í Hvítá, við annan mann. Eins og áður kom fram, þá var leiðindar rok og kuldi, og fraus m.a. í lykkjum – en þeir fundu samt fiska á veiðistað sem heitir Nælan og það var á sama tímpunkti, dbl hookup! Mynd af þeim 2 fiskum hér að neðan.

Þetta vorið er óvenju mikið af sjóbirtingi á vatnasvæði Brúarár. Birtinga að veiða í Hólaá, Brúará og niður í Hvítá. Kannski er að kuldinn og kaldar ár, sem hægja á birtingum og er ástæða þess að hann sé ekki kominn neðar í vatnakerfið. Einnig má minnast á að töluvert af fiski er ennþá að veiðast á Torfastaðasvæðinu í Soginu – bæði bleikja og birtingur. Rólegt var þar á laugardaginn en á sunnudaginn komu 19 fiskar á land.

Nú er um að gera að kíkja í veiði – hægt að finna leyfi hérna.