Búðardalsá
Búðardalsá er tveggja stanga á, þar sem leyfilegt er að veiða á flugu og maðk. Eftir 1. september er eingöngu leyfð fluguveiði. Innifalið í verði veiðileyfis er mjög gott hús með allri aðstöðu. Sumarið 2008 gaf áin 674 laxa, sem var besta ár í sögu hennar. Meðalveiði áranna 2008 til 2011 var 539 laxar á ári eða 6 laxar á dag. Það gerir 3 laxa á stöng á dag að meðaltali. Því hefur Búðardalsá verið ein af aflahæstu ám landsins, sé miðað við stangarfjölda. Sumarið 2012 veiddust 276 laxar sem var með því besta sem sást, ef miðað er við veidda laxa pr. stöng. Sumarið 2013 veiddust 435 laxar og sumarið 2014 komu 247 laxar á land. Sumarið 2013 var tekinn upp 4 laxa kvóti á stöng pr. dag.
Leiðarlýsing: Hafir þú ekki komið áður að Búðardalsá fylgir hér stutt leiðarlýsing. Sé farið frá Reykjavík er ekið sem leið liggur í gegnum Búðardal (kauptún) og þangað eru um 145 km. Þaðan er haldið beint áfram um Svínadal og að versluninni Skriðulandi í Saurbæ, en það eru u.þ.b 35 km frá Búðardal. Þar er beygt til vinstri og ekið út á Skarðströnd. Eftir að hafa ekið u.þ.b 20 km leið eftir Skarðströndinni kemur þú að Búðardalsá, ekur yfir brúna og u.þ.b. 500m. betur, en þar stendur brúnt timburhús á hægri hönd merkt Kastali (veiðihús).
Eftir 1. sept er eingöngu veitt á flugu og eins og áður er lokað fyrir framan veiðistað 34.
Veiðitími: Tekið er við veiðihúsinu kl.14.00. Daglegur veiðitími er frá 07.00 – 13.00 og 16.00 – 22.00. Eftir 20. Ágúst er veitt frá 07.00 – 13.00 og 15.00 – 21.00. Veiðihúsi er aftur skilað kl 14.00.
Nánari upplýsingar: [email protected]
Með ósk um góða daga við Búðardalsá, njótið vel.
Veiðihús
Í húsinu er öll sú aðstaða sem við teljum að veiðimenn þurfi til að geta látið sér líða vel, milli þess sem rennt er fyrir. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi með tveimur til þremur rúmum hvert, setustofa með borðstofu, baðherbergi með sturtu og baði, stórt og gott eldhús og fleira. Svefnpoka eða sængurfatnað þurfa viðkomandi að taka með sér.