Eldvatn í Meðallandi

Eldvatn er í Meðallandi í vestur Skaftafellssýslu. Svæðið er um 270 km frá Reykjavík og um 15 mín akstur frá Kirkjubæjarklaustri. Eldvatn er mjög gott sjóbirtingssvæði. Veitt er með 6 stöngum að hámarki og leyfilegt agn er fluga. Á svæðinu veiðist aðallega sjóbirtingur en einnig stöku lax og bleikja. Veiðisvæðið er með þeim fallegri á landinu, með fjöldan allan af fjölbreyttum veiðistöðum.

Staðsetning: Vestur Skaftafellssýsla, um 270 km frá Reykjavík. „Ekið er áleiðis til Kirkjubæjarklausturs og farið yfir brúna á Kúðafljóti síðan fljótlega tekinn afleggjari til suðurs/hægri niður í Meðalland.“
Fjöldi stanga: Heimilt er að veiða á 6 stangir og gildir veiðileyfið á vatnasvæði Eldvatns í Meðallandi, þó að undanskildum Steinsmýrarvötnum og vatnasvæði Botna.
Veiðitímabil: 1. apríl til 10. október.
Leyfilegt agn: Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum sjóbirtingi sleppt.
Staðhættir og aðgengi: Vatnasvæði Eldvatns er um 20 km með um 40 merkum veiðistöðum. Erfitt aðgengi getur verið að sumum veiðistöðum og því best að vera á 4WD bílum.
Veiðihús: Á árbakkanum stendur glæsilegt veiðihús sem var tekið í notkun 2009. Gisting er innifalin í veiðileyfum en greiða þarf aukalega fyrir uppábúin rúm og þrif. (7.000 pr. st. í hverju holli).

Kort af veiðisvæðinu

Vorið 2013 tók nýr leigutaki við veiðisvæði Eldvatns, veiðifélagið Unubót. Í samvinnu við alla landeigendur á vatnasvæði Eldvatns og veiðimenn, verður ráðist í ræktun og sleppingar á sjóbirtingsseiðum í þeim tilgangi að viðhalda og byggja upp stofna skaftfellska sjóbirtingsins. Klakveiðar munu hefjast haustið 2013.

Veiðihús

Á árbakkanum stendur glæsilegt veiðihús sem var tekið í notkun 2009. Gisting er innifalin í veiðileyfum en greiða þarf aukalega fyrir uppábúin rúm og þrif. (7.000 pr. st. í hverju holli).

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook