Project Description

Fáskrúð

Veiðileyfi í Fáskrúð

Veiðisvæðið: 36 merktir veiðistaðir eru í Fáskrúð frá Katlafossum niður að sjávarósi. Í góðu vatni kemst stöku lax upp fyrir efsta veiðistaðinn Katlafoss og eru þess dæmi að fengist hafi þar laxar. Einungis er þar um 400 m. kafla að ræða og hreint ómögulegt fyrir laxinn að ganga enn lengra þar sem svokallaður Efri-Foss hindrar laxgengd með öllu.

Tímabil: Veitt er í Fáskrúð frá 30. júní til 30. september ár hvert og hefur SVFA til umráða um helming veiðidaga í ánni. Hvert útselt holl eru tveir dagar frá hádegi til hádegis.
Fjöldi stanga: Mest er veitt á þrjár stangir í Fáskrúð en áin hentar engu að síður mjög vel sem tveggja stanga svæði. Í september er veitt á 2 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga. Afar fjölbreyttir veiðistaðir eru í ánni.
Veiði síðastliðin ár: 2008, 432 laxar. 2010, 520 laxar. 2011, 248 laxar. 2012, 157 laxar. 2013, 250 laxar. 2015, 172
Reglur: Kvótamál eru til nýbreytni í Fáskrúð en kvóti er nú 12 laxar á holl. Umfram kvóta má veiða og sleppa. Veiðimenn eru hvattir til þess að sleppa öllum laxi sem kostur er og þá sérstaklega hrygnum. Gott er að hafa þetta í huga sér í lagi þegar komið er fram í september.

Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá sem er ofarlega í huga margra félagsmanna Stangaveiðifélags Akraness, enda félagið haft ítök í ánni mestmegnis frá árinu 1942. SVFA hefur um helming veiðidaga til umráða.

Fáskrúð skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit en áin á upptök sín á Gaflfellsheiði tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8 km fyrir norðan Búðardal. Áin liðast ein um 20 km leið til sjávar en laxgenga svæði hennar er um 12-14 km langt og hefur 36 merkta veiðistaði. Áin getur talist frekar aðgengileg sem laxveiðiá þrátt fyrir stórgrýtt og magnað landslag á köflum.

KAUPA VEIÐILEYFI Í FÁSKRÚÐ Í DÖLUM

Veiðihús

Inní verði veiðileyfa í Fáskrúð er uppábúin rúm fyrir allt að 6 manns í veiðihúsin að Ljáskógum. Almenn þrif eru einnig innifalin í verðinu, en ef umgengni er mjög slæm, þá er greitt aukagjald fyrir þrifin.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook