Project Description

Gljúfurá

Gljúfurá er lítil og nett á sem hentar vel þeim sem vilja hafa heila á útaf fyrir sig. Áin hefur staðið í skugganum af nærliggjandi perlum en einnig hefur hún farið hljóðlega vegna þess að þeir sem hafa veitt í henni hafa ekki viljað beina of mikilli athygli að henni vegna þess að í henni er mikil stórlaxavon.

Meirihluti árinnar fellur um gil og aðgengi er töluvert upp og niður brattar hlíðar. Hyljirnir er frekar stuttir og oft er erfitt að sjá lax í ánni þar sem hann liggur í skjóli undir hvítfrissinu.

Tveir laxastigar eru í ánni og eru báðir nálægt þjóðveginum. Oft má sjá mikla laxatorfur neðan við stigana en gott útsýni er ofan í hylin af klöppunum fyrir ofan.

Ágætis sjóbleikjuveiði er neðarlega í ánni rétt fyrir ofan Hópið.

Gott veiðihús er við ánna. Tvö tveggja manna herbergi og eitt herbergi með kojum.

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Blönduós, 240km frá Reykjavík.
Veiðitímabil: 1 júlí – 20 september.
Lengd: 17km og um 26 hyljir.
Meðalveiði: 110 Laxar, 40 Bleikjur.
Stangarfjöldi: 2.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt en bleikju og urriða mega veiðimenn hirða í hófi.
Veiðihús: Án þjónustu.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook