Project Description

Fljótaá

Staðsetning: Holtshreppi í Fljótum, um 400 km frá Reykjavík og um 24 km frá Siglufirði.
Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar er um 5 km langt með 65 merktum veiðistöðum. Aðgengi að ánni er almennt gott og er auðveldlega hægt að fara um á fólksbílum en sumstaðar er eilítill gangur að veiðistöðum.
Veiðitímabil: Júli fram í september.
Daglegur veiðitími: kl. 07:00-13:00 og 16:00-22:00 – 15. ágúst er seinni vaktin 15:00-21:00.
Fjöldi stanga: Veitt er á 4 stangir og er ánni skipt i 4 svæði og er veitt á eina stöng á hverju þeirra.
Leyfilegt agn: Eingöngu er veitt a flugu.
Vinsælar flugur: Dimm Blá, Black Sheep, Black Frances, Red Frances, Collie Dog, Sunray Shadow, Black and Blue, Snælda og ýmsar hitch túpur.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt aftur í ánna en bleikju má hinsvegar hirði í hófi.
Veiði síðastliðin ár: 2011, 182 laxar og um 1.900 bleikjur. 2010, 283 laxar og um 1.500 bleikjur. 2009, 466 laxar og um 1.250 bleikjur.

Fljótaá er i Holtshreppi i Fljótum um 24 km frá Siglufirði. Fljótaá kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Vatnakerfið samanstendur af Miklavatni, Fljótaá og hliðaránum Reykja- og Brúnastaðará. Fljótaá er laxveiðiá en hún er einnig þekkt fyrir mikla bleikjuveiði, bæði af staðbundinni og sjógenginni bleikju. Leigutaki árinnar er Orri Vigfússon.
Mjög góð frásögn er af veiðiferð í Fljótaá í „Vötn og Veiði – Stangveiði 2009“ og var sú frásögn endurbirt á vefsvæði Vötn og veiði. Hana er hægt að lesa hér.

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 var 156 laxar og um 2000 bleikjur. Síðustu ár hefur veiði verið með besta móti. Árið 2011 gaf 182 laxa og um 1.900 bleikjur. Árið 2010 veiddust 283 laxar og um 1.500 bleikjur og árið 2009 var met laxveiðiár en þá veiddust 466 laxar og um 1.250 bleikjur.

Sumarið 2012 veiddust 84 laxar og 1.839 bleikjur í Fljótaá og sumarið 2013 veiddust 255 laxar.

KAUPA VEIÐILEYFI Í FLJÓTAÁ

Veiðihús

Mjög gott veiðihús er að Berglandi, þar eru 5 herbergi og svefnpláss fyrir 8 manns. Húsið er uppgert ibúðarhús og er það mjög vel búið.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook