Flókadalsá í Fljótum
Flókadalsá í Fljótum (efri) er fyrst og fremst sjóbleikjuá þó einn og einn lax veiðist í ánni á hverju sumri. Áin er mjög skemmtileg veiðiá en hún liggur innst í Flókadalnum. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu. Áin er þokkalega vatnsmikil og umhverfið friðsælt og vinalegt. Hún er ákjósanleg til að láta reyna á“ nettu“ græjurnar í fórum veiðimanna og einnig fín fyrir fjölskylduveiðina.
Almennar upplýsingar
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur
Fjöldi stanga: Veitt er með 3 stöngum á svæðinu.
Veiðitímabil: 15. júní – 15. september
Verð veiðleyfa:
Veiðireglur: Hámarksveiði á stöng á dag er 16 fiskar, 8 fiskar á vakt.
Upplýsingar og veiðileyfi: