Project Description

Laxá í Aðaldal – Árbót

Um er að ræða 2ja stanga veiðisvæði í landi Árbótar í Aðaldalnum miðjum. Svæðið er á austurbakka árinnar, aðgengi er gott og velbúið veiðihús fylgir. Á Svæðinu eru þekktir veiðistaðir eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldavík, Bótastrengur og Langaflúð.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Staðsetning: Norðurland. Árbót er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.
Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Höskuldarvík niður að Bæjarklöpp Árbótamegin.
Tímabil: 1. apríl – 15. júní.
Daglegur veiðitími: 07.00 – 13.00 og 16.00 til 22.00.
Fjöldi stanga: 2 stangir.
Leyfilegt agn: Einungis er leyfð fluguveiði.
Vinsælar flugur: Ýmsar straumflugur; T.d. Black Ghost, Rektor og Nobbler. Gott er að nota kúluhausa en víða er mjög djúpt og því þarf langan taum.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook