Gíslastaðir við Hvítá
Gíslastaðir er fornfrægt veiðisvæði í Hvítá. Það er á vesturbakka árinnar, við Hestfjall. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og mörg ævintýrin orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingur aukist til muna.
Um svæðið: Veiðisvæðið er um það bil 3 km með 14 merktum veiðistöðum
Fjöldi stanga: 3 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Veiðileyfi og verð: Stangirnar seljast í einum pakka, 3 stangir saman. Verð á virkum dögum, fyrir allar stangir, kr. 23.000 og á helgidögum kr. 28.000.
Fjöldi stanga: 3 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Veiðileyfi og verð: Stangirnar seljast í einum pakka, 3 stangir saman. Verð á virkum dögum, fyrir allar stangir, kr. 23.000 og á helgidögum kr. 28.000.
Veiðitími: 21. júní – 21. ágúst: 07.00 – 13.00 og 16.00 – 22.00
22. ágúst – 30. sept: 07.00 – 13.00 og 15.00 – 21.00
Leyfilegt er að koma hálftíma eftir að veiðitíma lýkur, kvöldi fyrir veiðidag.
Leyfilegt er að koma hálftíma eftir að veiðitíma lýkur, kvöldi fyrir veiðidag.
Veiðihús
Gistiaðstaða fyrir sjö fullorðna, vatn, eldhúsáhöld, gaseldavél, gashitun og gasgrill. Gestir komi með rúmföt/svefnpoka.