Project Description

Glerá í Dölum

Glerá fellur í norðurenda Hvammsfjarðar, skammt austan ósa Laxár í Hvammssveit. Upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals sem hún fellur eftir langan veg til sjávar. Ekki er hún fiskgeng nema skamman spöl, upp að sérkennilegum fossi nokkuð ofan þjóðvegarins. Þurrkar geta háð veiði í Glerá, eins í flestum smáum veiðiám á þessum slóðum. Oft getur samt verið góð veiði í ánni, sérstaklega ef tekið er mið af vatnsmagni og lengd árinnar. Mest hefur veiðin verið rúmlega 80 laxar en í fyrra voru þeir um 55.

Helstu upplýsingar

Staðsetning: ca. 150 km frá Rvík.
Tímabil: júní – sept.
Fjöldi stanga: 1.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Upplýsingar og veiðileyfi: Tvær jarðir, Glerárskógar og Magnússkógar, eiga veiðiréttin og ráðstafa eigendur jarðanna sínum dögum.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook