Project Description

Gíslastaðir við Hvítá

Gíslastaðir er fornfrægt veiðisvæði í Hvítá. Það er á vesturbakka árinnar, við Hestfjall. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og mörg ævintýrin orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingur aukist til muna.

Um svæðið: Veiðisvæðið er um það bil 3 km með 14 merktum veiðistöðum
Fjöldi stanga: 3 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Veiðileyfi og verð: Stangirnar seljast í einum pakka, 3 stangir saman. Verð á virkum dögum, fyrir allar stangir, kr. 23.000 og á helgidögum kr. 28.000.
Veiðitími: 21. júní – 21. ágúst: 07.00 – 13.00 og 16.00 – 22.00
22. ágúst – 30. sept: 07.00 – 13.00 og 15.00 – 21.00
Leyfilegt er að koma hálftíma eftir að veiðitíma lýkur, kvöldi fyrir veiðidag.

Veiðihús

Gistiaðstaða fyrir sjö fullorðna, vatn, eldhúsáhöld, gaseldavél, gashitun og gasgrill. Gestir komi með rúmföt/svefnpoka.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Áhugavert

Facebook