Gíslholtsvatn

Gíslholtsvatn er í Holtshreppi, skammt austan Þjórsár. Vötnin eru reyndar tvö; Gíslholtsvatn og Herríðarhólsvatn eða Gíslholtsvatn eystra og vestra. Töluvert mikið er af fiski í vatninu, bæði urriða en þó einkum bleikju. Bleikjan er fremur smá en urriðinn getur verið annsi vænn. Þó svo að stangaveiði hafi verið stunduð svo einhverju nemur í vötnunum í mörg ár, þá er ekki mörg ár síðan vötnin fóru í reglulega ástundun hjá veiðimönnum. Ýmsir sem lagt hafa rækt við vatnið hafa náð mjög góðum árangri.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Fjarlægð frá Reykjavík: 75 km
Fjöldi stanga: Stangarfjöldi er ekki takmarkaður
Leyfilegt agn: fluga, spúnn og maðkur.
Veiðileyfi og frekari upplýsingar: Gíslholtsvatn er í Veiðikortinu 2014 en einnig er hægt að fá veiðileyfi að Gíslholti, sími 487 6553.

VIÐBÓTAR UPPLÝSINGAR

Kristján Friðriksson hjá FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR hefur reynslu úr Gíslholtsvatni og hefur ritað nokkur blogg um vatnið á vefinn hjá sér. Þar segir m.a.:
gislholtsvatn„Það vatnið sem ábúandi að Gíslholti selur í er það eystra. Aðbúnaður við vatnið er alveg til fyrirmyndar, tvær flatir þar sem menn geta sett niður tjöld eða vagna og snyrtilegustu kamrar norðan suðurskauts á báðum stöðum. Rennandi vatn er auðfengið að bænum ásamt miklum upplýsingum um álitlega veiðistaði og ýmsan fróðleik.“
Einnig nefnir hann að eftir hans eigin reynslu þá gefur Blóðormurinn, Pheasant Tail, Peacock og Svartur Nobbler vel í vatninu. Kristján hefur gert kort af vatninu með þeim veiðistöðum sem hann veit af eigin reynslu að fisk er að finna. Kíkið endilega inn á FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR og lesið ykkur meira til um vatnið.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook