Project Description

Oddstaðavatn

Oddastaðavatn er í Kolbeinsstaða- og Eyjahreppi í Hnappadal. Það er vogskorið og nokkurn veginn kringlótt í laginu. Stærð þess er 2,52 km². Það er mest 18 m djúpt og er í 57 m hæð yfir sjó. Í það rennur Hraunholtsá úr Hlíðarvatni og úr því Haffjarðará. Tveir hólmar, aðskildir af mjóu sundi, prýða Oddstaðavatn. Greið leið er að vatninu um Heydalsveg svonefndan, sem greinist frá Þjóðvegi um Mýrar, sé komið að sunnan, hjá Kolbeinsstöðum, skömmu áður en komið er að Haffjarðará.
Í vatninu er töluvert af bleikju en einnig urriði og getur hann orðið annsi vænn.

Almennar upplýsingar

Vegalengdir: Frá Reykjavík ca. 125km. Frá Borgarnesi ca. 51km
Leyft agn: Fluga, spúnn og maðkur.
Upplýsingar og veiðileyfi:  Hægt er að fá leyfi í veiðihúsinu við Haffjarðará. Einnig veita upplýsingar, ef þörf er á, Óttar Yngvason í síma 588 7600 og Einar Sigfússon í síma 893 9111.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook