Project Description

Hafralónsá

Hafralónsá

Staðsetning: Hafralónsá er á norð-austur horni landsins, um 250 km frá Akureyri. Innst í Þistilfirði.
Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar er um 28 km langt með um 55 merktum veiðistöðum.
Veiðitímabil: 24. júní til 20. september.
Daglegur veiðitími: kl. 07:00-13:00 og 16:00-22:00 – uppúr miðjum ágúst er seinni vaktin 15:00-21:00.
Fjöldi stanga: Veitt er á 4-6 stangir.
Leyfilegt agn: Eingöngu er veitt á Flugu.
Vinsælar flugur: Frances keila, Silver Sheep, SRS, Hitch.
Veiðireglur: Öllum fiski yfir 50 cm skal sleppt. Kvóti er einn lax á dag á stöng.
Veiði síðastliðin ár: 2008, 580 laxar. 2009, 501 lax. 2010 veiddust 613 laxar.

Hafralónsá er staðsett á norð-austur horni landsins, um 700 km frá Reykjavík en hún er ein af vatnsmestu ám norðausturlands með um 28 km langt veiðisvæði og um 55 merkta veiðistaði. Undanfarin ár hefur verið allerfitt að fá veiðileyfi í ánna enda hafa leigutakar nýtt sér nærri allan veiðirétt sjálfir. Hafralónsáin er mikil á og margbrotin. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður þar sem veiðimenn geta búist við töku í hverju kasti. Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur verið misjöfn í gegnum tíðina en síðustu ár hefur veiðin þó verið mjög góð. Árið 2008 veiddust í henni 580 laxar. Árið 2009 veiddust 501 lax og árið 2010 veiddust 613 laxar sem þá var met.

Í megindráttum má skipta ánni í þrjá hluta. Neðst rennur Hafralónsá á eyrum með fremur lygnum stórum breiðum en inn á milli eru harðir strengir þar sem laxinn hvílir sig gjarnan á leið upp ána. Miðhlutinn er að mestu í gljúfri og geymir hina frægu staði Gústa og Stapa, en í þeim má finna lax allt tímabilið. Ofar rennur áin um heiðar og hvamma þar sem finna má marga gríðarlega fallega veiðistaði.

Veiðihús

Veiðihús Hafralónsár stendur í landi Hvamms á vesturbakka árinnar. Í húsinu eru 6 tveggja manna herbergi.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook