Project Description

Hallandi – Hvítá

Veiðisvæðið: Svæðið er um 2 km að lengd. Fyrir kunnuga þá hefur sú breyting orðið að Langholt og Hallandi selja ekki leyfi saman. Svæðið nær því frá Stóra Ármóti að Langholts fossum.
Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir.
Veiðitímabil: 20. júní – 20. september
Veiðitími: Frá 7:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00. Frá 20. ágúst er veiðitími seinna vaktar frá 15:00 – 21:00.
Leyfilegt agn: Fluga, Maðkur, spúnn.
Góðar flugur: Snælda, Pool fly, Frances.
Verð veiðileyfa: Báðar stangirnar eru leigðar út saman á kr. 15.000 kr. fram til um 20. ágúst en þá kostar svæðið kr. 10.000.

Hallandi er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á vinstri bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Langholts. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxasögurnar orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingi í aflanum fjölgað mikið.

Frekari upplýsingar og veiðileyfi: Magnús Magnússon í síma 695 9833 og á www.hallandi.com

KAUPA VEIÐILEYFI Í HALLANDA

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook