Haukadalsá

Haukadalsá er ein af þekktari laxveiðiám á vesturlandi. Áin er um 8km löng og er veidd með 5 stöngum. Upptök sín á hún í Haukadalsvatni sem er stærsta stöðuvatn Dalasýslu. Gott veiðihús er við ána og er skyldugisting í því fyrir veiðimenn. Þverá í Haukadal rennur í Haukdalsá, rétt fyrir neðan veiðihúsið.

Haukunni er skipt uppí 5 veiðsvæði og veiðir ein stöng hvert svæði. Sex tíma rótering er á svæðum.

Staðsetning: Vesturland, skammt frá Búðardal. um 150 km frá Reykjavik.
Tímabil: 20. júní til 18. sept.
Fjöldi stanga: 5
Meðalveiði: 11 ára meðaltal, 722 laxar.
Agn: Fluga.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook