Project Description

Hörðudalsá

Hörðudalur er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Dalurinn gengur suður frá Hvammsfirði og er allt umhverfi sérlega fallegt. Í gegnum tíðina hefur Hörðudalsá verið afburða sjóbleikjuá og í góðu sumri hafa veiðst þar yfir 1000. Hin síðari ár hefur bleikjuveiði þó dregist saman líkt og víða annarsstaðar á landinu. Í mörg ár hefur gönguseyðum verið sleppt í ána.

Veiðitölur úr Hörðudalsá. Árið 2014 veiddust 34 laxar og 118 bleikjur. Sumarið 2013 veiddust 78 laxar. Rafveitt var sumarið 2014 og kom áin vel út í öllum aldurshópum seiða, þannig að ástæða er til bjartsýni hvað varðar veiði næstu ára. Það ánægjulegasta var að velhaldin seiði veiddust í Laugá þar sem við slepptum fiskum haustið 2013. Bleikjuveiði hefur farið minnkandi undanfarin ár í Hörðudalsá líkt og í öðrum ám á landinu. Það er þó jákvætt að það veiddust fleiri bleikjur í fyrra sumar en mörg undanfarin ár. Besti tíminn í bleikjunni er frá ca. 10 júlí og fram í miðjan ágúst. Veiðisvæðið spannar um 14 kílómetra og merktir veiðistaðir eru 36.

Hörðudalur er í nágrenni Búðardals, um 160 km frá Reykjavík.

Veiðisvæðið

Er öll Hörðudalsá fyrir utan friðunarsvæðið efst í Vífilsdalsá, inna við bæinn Vífilsdal. Ekki er leyfilegt að veiða í Fjórðungssíki sem rennur til Hörðudalsár við veiðistað númer 14 né heldur í Hundasíki og Köldukvísl sem koma í ána við veiðistað númer 17. Óheimilt er að veiða í Laugá.

Almennar upplýsingar

Veiðitímabil:  1. Júlí – 30. September

Veiðitími: Veiðitíminn er 12 tímar á dag. Á tímabilinu frá 1. júlí til 14. Ágúst, kl. 07 – 13 og 16 – 22. Frá og með 14. ágúst er veiðitíminn 12 tímar á dag frá kl. 07 – 13 og 15 – 21.

Leyfilegt agn: Aðeins er leyfilegt að veiða á flugu og maðk.

Fjöldi stanga: 2 stangir.

Veiðileyfi: Veiðileyfi eru seld tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis. Sökum niðursveiflu í bleikjustofninum er kvóti uppá 8 bleikjur á hvern stangardag. Stangir eru seldar saman.

Umsjónaraðili og sala veiðileyfa:

KAUPA VEIÐILEYFI Í HÖRÐUDALSÁ

Veiðihús

Veiðimenn mega koma í húsið klukkan 14:00  Veiðihúsið er komið til ára sinna en þar eru tvö svefnherbergi. Annars vegar er fjögurra manna herbergi með kojum og hins vegar tveggja manna herbergi með kojum. Veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað ( lín) og handklæði. Vöðlugeymsla er utan á húsinu. Frystikista er í húsinu.

Vinsamlegast gangið vel um veiðihúsið, ræstið það vel fyrir brottför og takið með ykkur allt rusl. Umgengnisreglur við ánna og í veiðihúsinu hanga uppi í veiðihúsinu.

Annað

Það er bannað að hafa hunda í veiðihúsinu og við ánna. Óheimilt er að nota fjórhjól eða sexhjól við akstur með ánni. Loka skal hliðum, sem farið er um ef komið er að þeim lokuðum og þau eru í því ástandi að hægt sé að loka þeim.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook