Project Description

Jökla og Fögruhlíðará – silungsveiði

Jökla og Fögruhlíðará hafa getið sér gott orð sem laxveiðiár undanfarin sumur en minna hefur verið rætt um þær sem silungsveiðiár. Sumarið 2012 var besta silungsveiði sem verið hefur á svæðinu, bæði í sjó- og staðbundinni bleikju. Um 300 silungar veiddust á jöklusvæðinu og um 200 í Fögruhlíðará og ósnum þar. Góð laxavon er einnig á svæðinu.

Staðsetning: ca. 700 km frá Reykjavík, um 40 km frá Egilsstöðum

Tímabil: 1. júní – 30. sept
Veiðileyfi: Stakir dagar eða hálfir dagar og einnig tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eftir óskum veiðimanna.
Verð: Stöng á dag er kr. 9.000 en með gistingu í Breiðumörk er kr. 19.800 stangardagurinn.
Veiðisvæði: Fögruhlíðarós að brú við þjóðveg og Jökluós. Frjálst að fara upp á svæði Jöklu II ef laust er þar
Daglegur veiðitími: Sveigjanlegur en hámark 12 klst. á sólarhring eftir dagsbirtu og óskum veiðimanna.
Veiðireglur: Allt agn leyft; fluga, maðkur og spónn. Skylt er að sleppa laxi 70 cm og stærrri og má hirða tvo laxa á dag undir þeim mörkum.
Stangir: Leyfðar eru 3 stangir.

GJÖFULAR SJÓBLEIKJUÁR, OG EINNIG URRIÐAR, SJÓBIRTINGAR OG STÓRAUKINN LAXVEIÐIVON.

Þó svo hér sé talað um silungsveiði er mikil laxavon á þessum svæðum og bendum við sérstaklega á spennandi kost í Jöklu II sem sjá má hér að neðan. Bæði sjóbleikja og sjóbirtingur veiðist í Fögurhlíðará og á Jöklusvæðinu.

FÖGRUHLÍÐARÓS

Frábært sjóbleikjusvæði og einnig veiðist slæðingur af sjóbirting og nú nýverið einnig lax í auknum mæli. Svæðið sem um ræðir tekur til Fögruhlíðarós og upp að þjóðvegsbrú og einnig má veiða ósa Jöklu sjálfrar sem er örstutt frá. Einnig er frjálst að fara upp á Jöklu II ef laust er þar fyrir veiðimenn sem veiða á þessu svæði. Kjörið fyrir smærri hópa sem vilja góða sjóbleikjuveiði og eiga von á urriða, sjóbirtingi og laxi í og með. Töluverð urriðaveiði getur einnig verið frá ósnum og upp að brú við þjóðveg. Veiðitími er frá 1. júní og til 30. september.

NÝTT! Árið 2013 er í boði þrjár stangir og er gisting á bænum Breiðumörk ofar í Jökulsárhlíð innifalinn á kr.19.800 á hvern stangardag og þá verða yfirleitt allar stangirnar seldar saman. Góð aðstaða fyrir 4-6 menn með þrem uppbúnum herbergjum, þurrkherbergi, stór stofa og eitt baðherbergi. En einnig verður hægt 2013 að kaupa heila eða hálfa daga án gistingar og kostar þá veiðileyfið kr. 9.000.

Veiðitími verður sveigjanlegur innan þess ramma að aðeins má veiða tólf stundir enda skipta fallaskipti miklu máli þarna. Margir hafa upplifað ógleymanlegar stundir við Fögruhlíðarós þegar liggjandinn er um hánótt, sem er dagsbjört um hásumarið sem kunnugt er, en það er afar sérstök stemming að veiða sjóbleikju á fallaskiptum að nóttu til. Mjög góð bleikjuskot voru í ósnum á liðinni vertíð og mjög vænar bleikjur í bland og virðist bleikjan vera í sókn á svæðinu.

JÖKLA II

Nýtt og glæsilegt veiðisvæði á hóflegu verði! Gríðarlangt svæði á efri hluti Jöklu ofan Hvannarbreiðu ásamt þverám og margir líklegir staðir hafa aldrei verið veiddir ennþá! Tilraunasvæði með sex stöngum og nú er mikill silungur á svæðinu að koma upp, aðallega bleikja og einnig stóraukinn laxveiðivon vegna seiðasleppinga og með tilkomu laxastigans við Steinbogann. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að lax gangi í miklum mæli upp á þetta svæði 2013 og þar með væru þetta eflaust ´“bestu kaupin á eyrinni“ í laxveiði á landinu 2013 miðað við verðlag! Og verð á stöng á dag er á bilinu kr. 3.000.- 9.000 og veiðitímabilið er 1. júní – 30. september. Leyfilegt að veiða með flugu, maðki og spón. En skyllt er að sleppa löxum 70 cm og stærri og æskilegt er að sleppa öllum löxum aftur vegna góðra hrygningarskilyrða sem eru vannýtt á svæðinu.
Veiðisvæðið: Efri hluti Jöklu ofan Hvannárbreiðu ásamt þverám þar.

Veiðitími: 1. júní – 30. sept
Verð:
1. júní – 30. júní kr. 3.000
1. júlí – 15. júlí kr. 6.000
15. júlí – 15. ágúst kr. 9.000
15. ágúst – 30. sept. kr. 6.000
Veiðireglur: Allt agn leyft, fluga, maðkur og spónn. Hirða má allan afla, nema skyllt er að sleppa aftur löxum 70 cm og stærri ef þeir veiðast. En æskilegt er að sleppa öllum löxum til að þeir nái að hrygna á vannýttum uppeldissvæðum

Engin skyldugisting er á svæðinu en tilvalið er að gista á „Gistiheimili á Hreyndýraslóðum“ á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal og er staðsett örstutt frá Jöklu. Veiðibók fyrir svæðið verður einnig þar. Spyrjið um nánari upplýsingar.

NÝTT! Það þykir mörgum langt að aka austur í Jöklu frá Reykjavík. En nú er hægt að taka veiðijeppa á leigu á Egilsstaðaflugvelli á hóflegu verði og stytta þar með ferðatímann gríðarlega og spara ferðakostnað um leið! Veiðibílar ehf munu hafa nokkra bíla á Egilsstöðum sumarið 2013 og er tilvalið fyrir 3-4 veiðimenn að taka saman einn jeppa. Þar með eru veiðimenn á leið á Jöklusvæðin komnir í hús eftir aðeins einn og hálfan tíma frá Reykjavík. Upplýsingar um bílaleiguna er í síma 866 3586 og á netfangiveidibilar@hotmail.com

Nánari upplýsingar og veiðileyfi: Strengir eru leigutaki Jöklu og Fögruhlíðarár. Nánari upplýsingar eru inná www.strengir.is.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook