Litlaá
Staðsetning: Norðausturland – um 10 km vestan við Ásbyrgi í Kelduhverfi, um 55 km austan við Húsavík.
Veiðisvæði: Sex veiðisvæði eru í ánni sem skiptast á 5 stangir. Stærstu sjóbirtingarnir hafa veiðst í ofanverðri ánni. Í Litluá er bæði að finna fallegar flúðir, hylji, breiður og hólma.
Stangafjöldi: 5 stangir.
Seld holl/dagar: Seldar stangir í hollum og stakar, heill eða hálfur dagur.
Tímabil: 1. apríl – 10. október.
Daglegur veiðitími:
- til 30. apríl: 9-21.
- maí til 15. september: 7-13 og 16-22, seinni vaktin með +/-3 klst. sveigjanleika (heild 6 tímar).
- september til 10. október: 8-20.
Leyfilegt agn: Eingöngu veitt á flugu.
Veiðitilhögun: Eingöngu veiða/sleppa.
Hentugustu veiðitæki: Einhenda 5-7.
Bestu flugur: Black Ghost, Dentist, Heimasæta, Dýrbíturinn,ýmsir Nobblerar, Púpur, lirfueftirlíkingar og þurrflugur.
Staðhættir og aðgengi: Veiðistaðirnir eru flestir vel aðgengilegir en betra er að hafa jeppa á neðri svæðunum.
Litlaá í Kelduhverfi er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum.
Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er von um lax í Litluá. Árið 2004 kom á land stærsti sjóbirtingur landsins, 23 punda ferlíki.
Veiðihús
Frá gistihúsinu í Keldunesi þarf ekki einu sinni að keyra út á þjóðveg til að fara að Litluá. Þarna má finna heitan pott, 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum. Notaleg borðstofa og sjónvarpsstofa ásamt mjög góðri eldunaraðstöðu. Valkostur er að kaupa tilbúnar máltíðir. Einnig eru nokkur stök smáhýsi hluti af ferðaþjónustunni í Keldunesi. Í félagsheimilinu Skúlagarði er einnig rekin ferðaþjónusta með gistingu og veitingum. Í sveitinni er auk þess bændagisting á nokkrum bæjum.