Norðfjarðará

Veiðitímabil: Veitt er frá miðjum júni fram undir lok september.
Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Bestu flugur: Krókurinn, Watson Fancy, Heimasætan, Bleikt og blátt og fleiri klassískar bleikjuflugur. Ekki má gleyma flugunni Fredda sem er local leynivopn af svæðinu.

SUMARIÐ 2013

Sumarið 2012 var met ár í Norðfjarðará en þá veiddust 1.142 bleikjur og 11 laxar. 3-5 punda bleikjur voru ekki óalgengar í aflanum. Nú er búið að opna fyrir  bókanir fyrir sumarið 2013. Það er um að gera að bóka sem fyrst þar sem áin var þétt setin allt síðasta sumar. Greiða þarf fyrir leyfin um leið og bókað er ásamt 1.000 kr skilagjaldi sem fæst endurgreitt við skil á veiðiskýrslum.

Veiðitími og verð:

Dagsetning Heill dagur Hálfur dagur
15. júní – 12. júlí 3.000 kr. 2.000 kr.
13. júlí – 8. sept 10.000 kr. 6.000 kr.
9. sept – 20. sept 7.000 kr. 4.500 kr.

Veiðikort af ánni

Norðfjarðará fellur til sjávar í Norðfjörð, innanverðan, en stutt er þaðan út í Neskaupstað. Upptök hennar er á hálendinu inn af firðinum. Á leið hennar til sjávar falla í hana Selá og Hengifossá ásamt nokkrum smærri lækjum.

Norðfjarðará er vel geymt leyndarmál í stangveiðinni en hún er ein af 10 bestu bleikjuám landsins. Veiðin í þessari perlu á austurlandi hefur verið nokkuð jöfn undanfarin ár og aðsókn í ánna hefur verið gríðarlega góð. Í ánna gengur mikið af sjóbleikju og veiðast að jafnaði rúmar 700 bleikjur. Norðfjarðará er ein fárra bleikjuáa sem ekki hafa lent í niðursveiflu síðustu ára. Fyrir utan sterkan bleikjustofn þá veiðast 30-40 laxar á sumrin og fæstir þeirra eru undir 8 pundum. Um 20 merktir veiðistaðir eru í ánni auk fjölmargra sem ekki er merktir en eru breytilegir á milli ára. Síðustu ár hefur fluguveiði verið allsráðandi í ánni þó einnig sé leyfilegt að veiða á maðk og spún. Framan af sumri er veiðin mest í neðri hluta árinnar en þegar kemur fram yfir miðjan júlí er fiskur komin á all flesta veiðistaði árinnar. Þess má geta að efsti hluti hennar, ca. 3 km, er friðaður fyrir allri veiði og fá því uppeldisstöðvarnar í ánni að vera alveg í friði sem gerir það að verkum að áin er mjög sjálfbær.

Leigutaki Norðfjarðarár er SÚN sem rekur Veiðifluguna á Reyðarfirði og Fjarðarsport á Neskaupstað, ásamt vefverslunni veidiflugan.is. Veiðileyfin er seld í Veiðiflugunni og Fjarðarsport og er veiðiskýrslun skilað í sömu verslanir að veiði lokinni. Sjá nánari upplýsingar á www.veidiflugan.is og í síma 474 1400 og 477 1133.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook