Project Description

Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu

Reykjadalsá

Staðsetning: Um 440 km frá Reykjavík og um 60 km frá Akureyri.
Tímabil: 15. maí til 15. september.
Fjöldi stanga: 6
Leyfilegt agn og veiðireglur: Einungis fluga. Öllum laxi skal sleppt en urriðann og bleikju mega veiðimenn hirða í hófi.
Vinsælar flugur: Klinkhammer, Shuttlecock, Caddis. Ýmsir kúluhausar og klassískar straumflugur. Hentug veiðitæki eru einhendur fyrir línu 3-6.
Veiðihús: Ágætt 4 herbergja hús. Heitur pottur.

Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu er í Reykjadal. Reykjadalur er næsti dalur við Aðaldal. Aðallega veiðist urriði í Reykjadalsá en einnig bleikja og lax. Veiðisvæði árinnar spannar rétt um 35 km og því er vel rúmt um þær 6 stangir sem mega veiða hana að hámarki. Reykjadalsá er fyrst og fremst þekkt fyrir frábæra urriðaveiði og er urriðinn mjög vænn. Sumir kalla ánna alla, „þurrflugna Paradís“. Urriðinn virðist vel dreifður um alla á enda sýna veiðitölur að nóg virðist vera af honum í ánni. Árlega veiðast hátt í 3.000 urriðar og um 100 laxar, að meðaltali.

Reykjadalsá tengist saman við Laxá í Aðaldal efst á Nessvæðinu, í gegnum Vestmannsvatn og Eyvindarlæk. Laxar Reykjadalsár þurfa því að synda  í gengum allt stangarsvæði Laxár áður en þeir komast í heimkynni sín.

Reykjadalsá er þétt setin, næstum allt veiðitímabilið. Það er einna helst í maí sem hægt er að nálgast lausar stangir. Sömu hollin koma í ánna, ár eftir ár.

KAUPA VEIÐILEYFI Í REYKJADALSÁ

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook