Norðlingafljót

Veiðisvæði: Svæðið er um 13 km á lengd með 75 merktum veiðistöðum auk fjölda minni staða sem geta gefið lax.
Veiðitölur: Árið 2013, 448 laxar. Árið 2012, 304 laxar. Árið 2011, 680 laxar. Árið 2010, 590 laxar. Árið 2009, 733 laxar. Árið 2008, 1984 laxar. Árið 2007, 695 laxar. Árið 2006, 799 laxar.
Stangafjöldi: Leyfðar eru fimm til sex dagsstangir
Veiðitímabil: 18. júlí til 30. september
Veiðitími: Veitt er frá 07:00 – 13:00 og frá 16:00 – 22:00. Eftir 14/8 er veitt frá 15:00 – 21:00 á seinni vakt.
Leyfilegt agn:  Leyfilegt agn er fluga og maðkur.
Vinsælar flugur: Frances , Snælda, Blue Charm, Hairy Mary, Collie Dog, Black Sheep, Sunray Shadow.
Veiðihús: Veiðihús er til afnota fyrir veiðimenn og gegnir gamli bærinn að Húsafelli því hlutverki. Hefur aðstaða öll verið löguð að þörfum veiðimanna.
Veiðileyfi og nánari upplýsingar:

Veiðiparadís á Vesturlandi
Norðlingafljót er ein fallegasta laxveiðiá landsins. Umhverfi árinnar er stórbrotið og ekki skemmir það fyrir að veiðivon er óvíða meiri auk þess sem veiðistaðir eru afar fjölbreyttir. Í  Norðlingafljóti er veiðitímabilið styttra en víða annars staðar og því eru veiðitölur enn eftirtektarverðari. Norðlingafljót er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldur og veiðihópa, en í Húsafelli er að finna ýmsa þjónustu við ferðalanga.

Norðlingafljótið á upptök sín nálægt rótum Langjökuls í svonefndum Efri Fljótadrögum.  Heildarlengd fljótsins er um 66 km.  Frá upptökum rennur það í vesturátt norðan við Sauðafjöll og Hallmundarhraun og þaðan niður í Hvítársíðu.  Rétt neðan við Húsafell sameinast fljótið Hvítá.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook