Svartá í Skagafirði
Staðsetning: Svartá rennur um hinn forna Lýtingsstaðahrepp, um Tungusveit og Neðribyggð; með þjóðvegi 752. Beygt er inn á hann frá þjóðvegi 1, skammt sunnan við Varmahlíð. Liðlega 300 km frá Reykjavík.
Veiðisvæðið: Neðri veiðimörk eru við Reykjafoss. Reykjafoss er ófiskgengur en í Svartá, fyrir ofan foss er staðbundinn urriði og svolítið af bleikju. Veiðisvæðið er um 20 km að lengd og nær upp að Ýrarfellsfossi í Svartárdal. Upptök á áin á hálendinu sunnan Mælifelshnjúks. Fellur hún nokkuð hratt norður sveitina en á neðsta hlutanum hægist nokkuð á henni þar sem hún hlykkjast um gróið land.
Ánni er skipt í þrjú veiðisvæði. Veitt er með tveimur stöngum á neðsta svæði, sem nær frá Reykjafossi að norðan og suður að brú fyrir neðan Starrastaði, þar sem malarvegur tekur við af malbikinu. Annað svæðið er fyrir neðan brú við Starrastaði og að brú við Sölvanes sunnar í dalnum.
Þriðja svæðið er fyrir ofan brú við Sölvanes suður að Ýrarfellsfossi, sem er talsvert fyrir innan bæinn Gilhaga. Ekki má hinsvegar veiða fyrir landi Kornár, en sá bær er næsti bær við Sölvanes.
Vegur liggur meðfram ánni en víða þarf að ganga nokkuð meðfram henni að veiðistöðum. Ekki má keyra aðra slóða en þá sem merktir eru á kortinu.
Stangafjöldi: Veitt er á fjórar stangir, tvær á neðsta veiðisvæði og sitthvor stöngin á svæðum 2 og 3.
Veiðitímabil: 1. júní til 15. september.
Veiðitími: 12 klukkustundir á dag, á tímabilinu frá kl. 7 að morgni til kl. 22 að kvöldi.
Leyfilegt agn: Aðeins fluga. Margir veiða með straumflugum, s.s. Black Ghost, Hólmfríði og nobblerum, en púpur og þurrflugur hafa einnig gefist vel.
Öllum fiski skal sleppt aftur í ána
Veiðihús: Veiðihús er ekki við ána en bent er á þrjá gistimöguleika,
Bakkaflöt (bakkaflot.com): Tjaldstæði, gisting í herbergjum og hægt að leigja sumarhús. Veitingasala og sundlaug. Sími: 453 8245.
Steinsstaðir: Tjaldstæði og gisting fyrir 40 – 50 manns í herbergjum í gistiheimili. Sími: 453 8812.
Sölvanes: Bændagisting heima á bæ og í sérhúsi, ofarlega í dalnum, á mótum svæða 2 og 3. 15 rúm. Sími: 453 8068.
Reglur: Verið er vinna að rannsóknum á stofnum árinnar og byggja þá upp, og eru veiðimenn beðnir um að ganga með gát og hlíta veiðireglum í einu og öllu. Skylt er að sleppa öllum veiddum fiski og skrá aflann í veiðibók. Óskað er eftir því að allur fiskur sé lengdarmældur og skráð númer slöngumerkja sem kunna að vera við bakugga og þessar upplýsingar einnig færðar til bókar. Veiðimenn eru beðnir um að sýna bændum tillitssemi og aka ekki um hlið eða túnslóða nema sýnt sé á korti að þar sé bílastæði.
Veiðikort: Sjá myndir hér að ofan. Veiðistaðir eru ekki merktir á bökkum, einungis á korti.
Veiðiumsjón: