Veiðivötn

Veiðivötn er vatnaklasi norðan Tungnaár á Landmannaafrétti. Alls eru vötn og pollar á svæðinu 50 talsins. Vötnin liggja í aflangri dæld sem er breiðust um 5 km og um 20 km löng frá Snjóölduvatni í suðvestri að Hraunvötnum í norðaustri. Þau eru í 560-600 m hæð yfir sjávarmáli. Austan Veiðivatna liggur Snjóöldufjallgarður en Vatnaöldur vestan þeirra.

Mörg Veiðivatnanna eru gígvötn mynduð í Veiðivatnagosinu 1477. Þau eru flest lítil um sig, innan við 1 km2, en oft hyldjúp. Eskivatn og Nýjavatn eru dýpst, um og yfir 30 m djúp.

Stærstu vötnin eru Litlisjór, Grænavatn, Ónýtavatn og Snjóölduvatn. Litlisjór er langstærstur um 9,2 km2, Grænavatn 3,3 km2 og Snjóölduvatn 1,6 km2. Þessi vötn eru ekki gígvötn og voru til fyrir 1480. Tjaldvatn og Breiðavatn eru grynnst, meðaldýpi um 1-3 m. Á neðri hluta Veiðivatnasvæðisins eru gróðurlitlar vikuröldur og melar áberandi í umhverfi vatnanna en norðar setja mosavaxin hraun sterkan svip á landslagið. Hraunin og klepragígarnir á Hraunvatnasvæðinu eru sérlega tilkomumikil. Sömuleiðis eru fallegar hraunmyndanir í Fossvatnahrauni, við Skálavötn og Pyttlur.

Veiðivötn liggja í aflangri lægð með norðaustur – suðvesturstefnu. Lægðin er allt að 5 km breið og 35 km löng frá Norðurnámum á Landmannaafrétti að Ljósufjöllum. Veiðivatnasvæðið frá Snjóölduvatni norðaustur í Hraunvötn er um 20 km langt. Suðaustan við svæðið er móbergshryggur, Snjóöldufjallgarður en öskugígaröð, Vatnaöldur að norðvestanverðu. Í lægðinni eru fjölmörg stöðuvötn og pollar.

fossvotn2Flest stöðuvötnin á svæðinu mynduðust í Veiðivatnagosinu. Fyrir gosið er talið að eitt eða fleiri stór stöðuvötn hafi verið á svæðinu. Snjóölduvatn, Ónýtavatn, Grænavatn og Litlisjór eru taldar vera leifarnar af þessu vatni eða vötnum.

Veiðin í veiðivötnum

Þrjár fisktegundir finnast í Veiðivötnum; urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus) og hornsíli (Gasterosteus aculeatus). Seiðum hefur verið sleppt í veiðivötn frá árinu 1965. Nú er áhersla lögð á sleppingu í vötn sem hafa lélega nýliðun eins og Litlasjó, Ónýtavatn, Grænavatn og Snjóölduvatn.

Veiðin undanfarin ár

2012: 25.009 fiskar, þar af komu 19.647 á stöng. Á stöng veiddust 13.106 urriðar og 6.541 bleikjur.

2011: 28.066 fiskar, þar af komu 21.240 á stöng. Á stöng veiddust 13.782 urriðar og 7.458 bleikjur.

2010: 37.369 fiskar, þar af komu 28.837 á stöng. Á stöng veiddust 18.215 urriðar og 10.622 bleikjur.

2009: 36.069 fiskar, þar af komu 29.524 á stöng. Á stöng veiddust 19.925 urriðar og 9.599 bleikjur.

2008: 29.687 fiskar, þar af komu 24.893 á st0ng. Á stöng veiddust15.909 urriðar og 8.464 bleikjur.

Veiðitölur fleiri ára finnast á www.veidivotn.is

Skálar í Veiðivötnum

Í Veiðivötnum er hægt að kaupa gistingu í 6-12 manna skálum og í 40 manna sæluhúsi. Vatnssalerni er í öllum húsum nema Dvergasteini. Lyklar að húsum eru afhentir hjá veiðivörðum í Varðbergi við komu í Veiðivötn.

Veiðivötn – 2013

veihus2Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2013 hefst þriðjudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15. Sala á veiðileyfum á almennum markaði hefst mánudaginn 1. apríl kl. 9. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2013

 

Verð fyrir hverja stöng / dag – 18. júní – 1. júlí. kr. 9.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag – 1. júlí – 24. ágúst. kr. 8.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús). kr. 10.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús). kr. 13.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 8.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag. kr. 20.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag. kr. 2.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. kr. 2.500-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag. kr. 2.500-

skipulag

Kort af veiðivötnum http://www.veidivotn.is/kort.html

Allt það efni um veiðivötn sem kemur fram hér að ofan er tekið af www.veidivotn.is  og er Örn Óskarsson höfundur þess.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook